fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Kári Árna ekki með Víkingum í sumar – Á leið í atvinnumennsku

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 16:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason mun ekki leika með liði Víkings R. í Pepsi-deild karla í sumar en hann er á leið í atvinnumennsku.

Kári samdi við Víking fyrir HM í sumar en athygli vekur að hann hefur ekkert komið við sögu eftir að mótinu lauk.

Víkingur staðfesti það fyrir leik gegn Val í dag að Kári væri á förum.

Tilkynning Víkings vegna Kára:

Knattspyrnudeild Víkings hefur veitt tyrknesku félagi heimild til að semja við Kára Árnason leikmann Víkings.

Víkingur og Kári höfðu komist að samkomulagi um að leikmaðurinn myndi leika með félaginu í Pepsí-deildinni í sumar en jafnframt var samkomulag milli aðila um að ef Kára byðist tækifæri í atvinnumennsku þá hefði hann heimild til að skoða það.

Tækifærið sem nú býðst Kára kom óvænt upp á síðustu dögum og var endanlega gengið frá samkomulagi í morgun um að Kári færi til Tyrklands.

Það hefur frá upphafi verið stefna bæði Kára og Víkings að hann myndi spila með félaginu í sumar og einungis smávægileg meiðsli sem hafa komið í veg fyrir að svo hafi getað orðið.
Það tækifæri sem Kára hefur nú boðist gefur honum tök á að framlengja atvinnumannaferil sinn um eitt ár áður en hann snýr til Íslands á ný.

Samkomulag er milli Víkings og Kára um að þegar hann snýr til baka frá Tyrklandi næsta vor þá muni hann leika fyrir Víking eins og til hafði staðið að hann myndi gera í sumar.

Víkingur þakkar Kára þann hlýhug sem hann hefur sýnt félaginu á liðnm mánuðum og óskar honum velgengni í því verkefni sem hann tekur sér nú fyrir hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rudiger orðaður við Chelsea

Rudiger orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Í gær

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn