fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Bjóst aldrei við að upplifa þetta með Íslandi – Fylgdu samt ákveðin vonbrigði

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður, hefur tjáð sig um þátttöku Íslands á HM í sumar en hann er nú mættur aftur til æfinga hjá Burnley.

Á heimasíðu Burnley er að finna viðtal við knattspyrnukappann um allt það sem gekk á í Rússlandi og þá ótrúlegu staðreynd að Ísland hafi tekið þátt á HM.

,,Þetta var ótrúleg upplifun og ekki eitthvað sem ég bjóst við að ég myndi gera með Íslandi,“ sagði Jóhann.

,,Það bjóst enginn við því að Ísland myndi komast alla leið, það var frábært að fá að vera þarna.“

,,Það fylgdu ákveðin vonbrigði, að vera svona nálægt því að komast upp úr riðlinum en á sama tíma finnurðu fyrir stolti þegar þú sérð alla fjölskylduna í stúkunni og fólki sem fylgdi liðinu til Rússlands.“

,,Eftir allt saman fórum við aftur á hótelið og horfðum til baka. Þetta var ótrúlegur tími og bara ótrúlegt að Ísland hafi tekið þátt.“

,,Við höfðum komist á Evrópumeistaramótið en það var ekkert í samanburði við þetta mót.“

Jóhann sneri svo aftur heim til Íslands eftir að liðið hafði lokið keppni og starfaði sem sérfræðingur fyrir Rúv.

Hann segir að móttökurnar hér heima hafi verið frábærar og að allir hafi verið stoltir af árangri liðsins.

,,Þegar þú hittir fólk á götunni þá var þér þakkað fyrir allt saman. Það gaf þeim mikla ánægju að fá að horfa á sitt lið spila á stærsta sviði fótboltans.“

,,Það var enginn leiður og allir töluðu um að við hefðum gert vel. Á sama tíma þá hugsaru með þér að við höfum viljað aðeins meira en eitt stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lífvörður fylgir henni hvert einasta skref á EM kvenna – Fær mikið hatur vegna mynda sem hún birtir

Lífvörður fylgir henni hvert einasta skref á EM kvenna – Fær mikið hatur vegna mynda sem hún birtir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur búið að kalla Daða Berg til baka úr láni frá Vestra

Víkingur búið að kalla Daða Berg til baka úr láni frá Vestra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komið „Here we go“ á Mbeumo til Manchester United

Komið „Here we go“ á Mbeumo til Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum
433Sport
Í gær

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Í gær

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“
433Sport
Í gær

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Í gær

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband