fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Varastu Grikkina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugamenn um pólitík brostu þegar þeir lásu færslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á facebook þar sem hann ræðir fjölda aðstoðarmanna ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

„Loksins kom svarið. 3 vikum seinna en lög gera ráð fyrir. Niðurstaðan er áhugaverð.

Engin ríkisstjórn hefur haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn hefur aldrei verið nálægt því eins mikill og nú,” segir Sigmundur og á þar við svör Katrínar við fyrirspurn hans um fjölda aðstoðarmanna og kostnað við þá.

„Í ráðherratíð minni var gert sprell með að ég hefði marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við:

„Að vísu bauðst mér að fá lánaða aðstoðarmenn m.a. einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” – „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”.

Á kaffistofunni brostu menn yfir lokasetningunni sem augljóslega er ætluð Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra, en hann var ólaunaður aðstoðarmaður forsætisráðherrans Sigmundar Davíðs á sínum tíma en var þó einkum talinn heyra undir kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki í erindrekstri sínum. Athygli vakti svo þegar Ásmundur snerist gegn ráðherranum á frægu flokksþingi og studdi mótframbjóðanda hans opinberlega.

Já varastu Grikkina…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Í gær

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp