fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Alisson var lítil og reið grenjuskjóða – Breyttist allt eftir þetta

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alisson Becker, markvörður Roma, gæti verið á leið til Liverpool á Englandi en liðið hefur lagt fram tilboð í Brassann.

Alisson hefur lengi reynt að komast í hóp þeirra bestu en bróðir hans var einnig mjög efnilegur markvörður á sínum tíma.

Alisson þakkar bróður sínum fyrir þann árangur sem hann hefur náð og segir að ef það væri ekki fyrir hann væri hann ennþá lítil og reið grenjuskjóða.

,,Þegar ég varð unglingur þá var ég ekki einu sinni besti markvörðurinn í fjölskyldunni,“ sagði Alisson.

,,Muriel [bróðirinn] var einnig markvörður og hann elskaði að pirra mig. Hann vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera svo að ég myndi missa stjórn á skapi mínu.“

,,Allir eldri bræður eru með þennan eiginleika en þetta endaði á því að hjálpa mér að hafa stjórn á tilfinningunum.“

,,Ég efaðist um hversu langt ég gæti náð. Svo kom að Nike mótinu sem var risastórt mót fyrir 14 og 15 ára stráka.“

,,Bróðir minn hafði spilað í mótinu og var valinn besti markmaðurinn. Það var bikar heima hjá okkur sem hann hafði unnið og ég hugsaði oft með mér að mig langaði í einn svona líka.“

,,Ég fékk ekki einu sinni að spila í mótinu og ég íhugaði að hætta. Ég þekkti til allra goðsagnanna eins og Iker Casillas og Gianluigi Buffon.“

,,Þeir spiluðu sinn fyrsta aðalliðsleik aðeins 17 ára gamlir og ég vildi gera eins og þeir. Hversu lengi þurfti ég að bíða?“

Alisson bætti sig svo mikið og tók við af bróður sínum sem aðalmarkvörður brasilíska liðsins Internacional. Muriel spilar í dag fyrir Belenenses í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Víkingur búið að kalla Daða Berg til baka úr láni frá Vestra

Víkingur búið að kalla Daða Berg til baka úr láni frá Vestra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Í gær

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband
433Sport
Í gær

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina