fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Heimir: Ekkert svigrúm hjá KSÍ varðandi laun

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 12:22

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson er hættur sem þjálfari A landsliðs karla en hann greindi frá þessum fregnum í dag.

Heimir svaraði spurningum blaðamanna á blaðamannafundi í dag og ræddi hin ýmis mál, þar á meðal stöðu knattspyrnusambandsins.

Heimir segist ekki hafa farið í það sem má kalla samningaviðræður við KSÍ og ákvað á endanum að það yrði ósanngjarnt ef hann myndi aðeins stýra liðinu í næstu keppni, þjóðadeildinni.

,,Það fer eftir því hvernig þú túlkar samningaviðræður. Ég get eiginlega ekki sagt að það hafi farið í einhverjar viðræður, við vorum að henda hugmyndum á milli og spjöllum saman,“ sagði Heimir.

,,Ég veit hvernig staðan hjá KSÍ hvað varðar laun, við kláruðum það löngu áður en HM fór af stað, hvaða möguleikar væru í stöðunni. Ég veit að það er ekki svigrúm, launalega séð hjá knattspyrnusambandinu.“

,,Ég skil það og virði þeirra stöðu þannig laun komu aldrei til umræðu. Það eina sem ég vildi vita hvort það væri möguleiki að taka bara þjóðadeildina og svo þegar við fórum að ræða það þá er það ósanngjarnt að taka kannski rjómann af öllum skemmtilegustu verkefnunum.“

,,Ef ég myndi hætta eftir þjóðadeild þá fengi nýr þjálfari engan undirbúningsleik fyrir EM 2020 þannig mér fannst það falla um sjálft sig. Ástæðan er sú að tveggja ára samning er þriggja ára samningur því við munum fara í lokakeppni EM og þá væri ég búinn að vera þarna í tíu ár. Það fannst mér of mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Í gær

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Í gær

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings