fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Fréttir

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 11:57

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson ætlar að taka því rólega næstu vikur en eins og greint hefur verið frá er hann hættur að þjálfa íslenska landsliðið. Eftir að heimsmeistaramótinu lauk hafa nokkur lið sýnt honum áhuga en hann hefur fengið fyrirspurnir frá bæði landsliðum og félagsliðum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Heimis Hallgrímssonar á Hilton Hótel Nordica sem lauk fyrir skemmstu. Hann sagði áhugann ekki hafa haft nein áhrif á ákvörðun um að stíga til hliðar hjá KSÍ. Hann sé nú í þeirri stöðu að hann geti skoðað allt. 

Á fundinum þakkaði Heimir KSÍ og öllu því fólki sem hann hefur unnið með síðustu sjö ár kærlega fyrir samstarfið. „Ég er virkilega stoltur og það eru forréttindi að fá að skila af sér stöðunni eins og hún er í dag,“ sagði Heimir og bætti við: „Það er frábært fyrir okkur að vera á þessum stað á þessum tíma.“

Heimir hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, síðar með Lagerbäck. Hann tók svo einn við stjórnartaumunum eftir EM í Frakklandi árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést