fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

,,Hafa hrokafullir Norðmenn ekki séð til okkar?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann sigur á Rosenborg frá Noregi í kvöld er liðin áttust við á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrir íslenska liðið í síðari hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr frábærum sigri Vals.

Plús:

Íslendingar standa með Val í þessari viðureign, sama með hvaða liði við höldum! Megum vera stolt af þessu.

Þetta eru stærri úrslit en kannski margir gera sér grein fyrir. Rosenborg er sigursælasta lið Noregs og hefur unnið deildina 25 sinnum.

Þrátt fyrir það voru Valsmenn bara mjög góðir í kvöld. Létu þá norsku ekki yfirspila sig og vildu spila sinn fótbolta.

Stemningin á Origo-vellinum var meiriháttar. Það var sungið og kallað allan leikinn, gefur leikmönnum mikið.

Valsmenn höndluðu pressu norsku leikmannana mjög vel. Pressan var mikil um tíma en menn voru yfirvegaðir og sáu þetta út.

Mínus:

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt slæmt um þennan leik. 1-0 forysta er þó hættuleg og Rosenborg er sterkt á heimavelli.

Ég hefði viljað annað mark frá Valsmönnum, þeir norsku voru svolítið ‘shaky’ til baka. Tobias Thomsen átti skot í stöng en lengra komust þeir rauðu ekki.

Mig grunar að hrokinn hafi verið mikill hjá leikmönnum Rosenborg, þeir bjuggust við auðveldum leik. Hafa þeir aldrei séð leik með íslenska landsliðinu? Kemur ekki hingað og færð eitthvað gefins þó að pappírinn segi þér annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Í gær

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Í gær

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings