fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Hver tekur við af Ronaldo? – Þessir koma til greina

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo skrifaði í dag undir samning við ítalska stórliðið Juventus og mun leika þar á næstu leiktíð.

Ronaldo hefur verið aðalmaðurinn hjá Real undanfarin níu ár en hann gerði yfir 400 mörk fyrir liðið.

Nú er rætt um hver tekur við af Ronaldo á Santiago Bernabeu en þrír leikmenn eru taldir koma til greina.

Þeir Kylian Mbappe og Neymar, leikmenn Paris Saint-Germain, eru báðir sagðir á óskalista Real.

Neymar er fyrrum leikmaður Barcelona og þekkir vel til Spánar en Mbappe er uppalinn hjá Monaco og kom til PSG þaðan í fyrra.

Þriðji leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er Belginn Eden Hazard sem spilar með Chelsea.

Hazard hefur leikið með Chelsea undanfarin sex ár og hefur margoft verið orðaður við spænska stórliðið.

Mbappe er talinn líklegastur til að taka við af Ronaldo en hann er einnig yngstur af þeim þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld