fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Nauðgunarmálið í Vestmanna- eyjum: Útskrifaði sjálfa sig af spítalanum

Meintur gerandi er heimamaður á þrítugsaldri

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. september 2016 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar alvarlega líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt laugardags. Talið er að meintur gerandi sé á þrítugsaldri en konan útskrifaði sig sjálf af Landspítalanum í gær.

Forsaga málsins er sú að nakin kona á fimmtugsaldri fannst utandyra í austurhluta bæjarins með alvarlega áverka á höfði.

Grunur leikur á að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við DV.

Fórnarlambið sem er frá Vestmannaeyjum var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hennar.

Sömu nótt var maður handtekinn á heimili sínu í bænum, grunaður um árásina. Hann ku vera heimamaður í Vestmannaeyjum á þrítugsaldri.

Farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli meintrar líkamsárásar og hættubrots en þeirri beiðni var hafnað af héraðsdómi.

Hinum grunaða var sleppt úr haldi um hádegisbil á sunnudag. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar og er niðurstöðu að vænta á morgun.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur konan enn ekki lagt fram kæru á hendur manninum en Páley sagði í samtali við DV í gær að skýrslutöku væri aðeins lokið að hluta til. Í Fréttablaðinu er jafnframt greint frá því að konan sé höfuðkúpubrotin en hafi útskrifað sjálfa sig af Landspítalanum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök