fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Missti tvo fjölskyldumeðlimi áður en hann lék í 8-liða úrslitum HM

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Fernando Muslera gerði sig sekan um slæm mistök í 2-0 tapi Úrúgvæ gegn Frökkum á dögunum er liðin áttust við í 8-liða úrslitum HM.

Antoine Griezmann skoraði annað mark Frakka í leiknum en hann átti þá skot beint á Muslera sem missti boltann í netið.

Nú er komið í ljós að Muslera fékk hræðilegar fréttir fyrir leikinn en nokkrum dögum áður hafði hann misst tvo fjölskyldumeðlimi.

Frændi Muslera lést í bílslysi viku áður en leikurinn fór fram og tveimur dögum fyrir leik þá kvaddi Amma hans heiminn eftir veikindi.

Didier Drogba, fyrrum samherji Muslera hjá Galatasaray, sendi vini sínum skilaboð á Instagram í dag.

Drogba vonar að Muslera nái sér eftir hræðilega tíma og segir hann vera einn sá besta sem hann hefur spilað með.

,,Við erum öll manneskjur eftir allt saman. Vertu sterkur Nando Muslera. Einn sá besti sem ég hef spilað með. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar,“ skrifaði Drogba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld