Eden Hazard, leikmaður Chelsea og Belgíu, telur að enginn leikmaður eigi möguleika á að vinna Ballon d’Or verðlaunin fyrir utan þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Leikmenn á borð við Harry Kane, Mohamed Salah og Neymar eru nefndir til sögunnar en Ballon d’Or verðlaunin eru afhent besta knattspyrnumanni heims á hverju ári.
Undanfarin tíu ár hafa annað hvort Messi eða Ronaldo fengið þessi verðlaun en þeir hafa báðir unnið fimm sinnum.
Hazard segir að það sé búið að ákveða það að enginn annar eigi möguleika á að fá þessi virtu verðlaun.
,,Messi eða Ronaldo munu vinna þessi verðlaun, þannig er þetta skrifað,“ sagði Hazard.
,,Ég man eftir ári þegar Franck Ribery vann allt mögulegt en hann fékk verðlaunun ekki.“