Forsvarsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið býður öllum 12 drengjunum sem bjargað var úr helli Taílandi, þjálfara þeirra og bjargvættum á leik hjá liðinu.
Félagið greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni nú rétt í þessu. „Okkur langar að bjóða liðinu og þeirra bjargvættum á Old Trafford á komandi tímabili,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
#MUFC is relieved to learn that the 12 footballers and their coach trapped in a cave in Thailand are now safe. Our thoughts and prayers are with those affected.
We would love to welcome the team from Wild Boars Football Club and their rescuers to Old Trafford this coming season. pic.twitter.com/5CGMoD1Msq
— Manchester United (@ManUtd) July 10, 2018