Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, var beðinn um að skoða varnarmanninn Harry Maguire á sínum tíma fyrir sitt fyrrum félag.
Keown var hrifinn af því sem hann sá en Arsene Wenger, þáverandi stjóri Arsenal, var ekki viss.
Maguire hefur átt frábært HM með Englandi en liðið er komið alla leið í undanúrslit mótsins.
,,Ég var beðinn um að skoða hann og ég taldi hann vera nokkuð góðan leikmann,“ sagði Keown.
,,Þeir voru á því máli að hann væri stór og sterkur leikmaður en efuðust um hvort hann væri nógu hreyfanlegur.“
,,Ég held að hann hafi sannað það að hann er með allt sem þarf til þess að verða toppleikmaður.“