Króatíska landsliðið spilar stórleik á miðvikudag er liðið mætir Englandi í undanúrslitum HM í Rússlandi.
Króatía sló Rússland úr keppni á dögunum í 8-liða úrslitum en Króatar höfðu betur í vítakeppni.
Króatísku leikmennirnir mættu á æfingu fyrir leikinn í dag en þrjár stjörnur létu ekki sjá sig.
Markvörðurinn Danijel Subasic og varnarmennirnir Sime Vrsaljko og Dejan Lovren mættu ekki á æfingu í dag.
Subasic er að glíma við smávægileg meiðsli aftan í læri og er óvíst með þátttöku hans gegn Englandi.
Talið er að Vrsaljko spili ekki í leiknum en að Lovren muni vera klár þó að það sé ekki staðfest að svo stöddu.