The Mirror greindi frá því í gær að Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal, hafi verið handtekinn í London.
Mirror greindi frá því að Eboue hafi verið handtekinn grunaður um íkveikju og að hann væri í varðhaldi.
Meira:
Fyrrum varnarmaður Arsenal handtekinn
Samkvæmt ítalska fjölmiðlinum CalcioMercato þá er það hins vegar bull og er Eboue víst staddur í Úganda.
Umboðsmaður Eboue ræddi við CalcioMercato og sagðist vera staddur með skjólstæðing sínum í fríi.
,,Ég er ásamt Emmanuel hér í Úganda. Við erum saman svo þessar sögur um að hann sé í London eru ekki réttar,“ sagði umboðsmaðurinn.
,,Þeir eru að reyna að rústa orðspori hans. Emmanuel er mjög góður vinur minn og er ekki eins ofbeldisfullur og þeir eru að segja.“