fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Læsa tölvugögnum og krefjast lausnargjalds

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. september 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokölluð „ransomware“ tölvubrot eru mikið vandamál í Evrópu og hafa tölvuþrjótar herjað á einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel opinberar stofnanir í því skyni að komast yfir viðkvæm gögn. Um er að ræða tölvuóværu (malware) sem læsir öllum gögnum tölvunnar og krefur þolandann um lausnargjald til að fá gögnunum aflæst.

Á vef lögreglunnar er vakin athygli á upplýsingasíðu um þessa tegund tölvubrota. Fram kemur í tilkynningu að dulkóðunin í þessari óværu sé mjög sterk og hefur það reynst nærri ómögulegt að brjóta hana án þess að fá lykil frá þeim sem stjórnar óværunni. Því eru allar líkur til þess að þeir sem verða fyrir slíku smiti glati gögnum sínum að eilífu.

Hollensk lögregluyfirvöld, í samstarfi við Europol, Intel Security og Kaspersky Lab hafa því komið á fót umræddri upplýsingasíðu um þessa tegund óværa en þar má finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem verða fyrir slíkri óværu og eins eru upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem eru mikilvægasti liðurinn til að verjast þessu.

Á síðunni er einnig að finna lykla fyrir nokkrar tegundir af þessari óværu og því er í einhverjum tilvikum mögulegt að endurheimta gögnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí