Það verður boðið upp á veislu í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi en 16-liða úrslit mótsins kláruðust í kvöld.
England tryggði sér þá sæti í næstu umferð með sigri á Kólumbíu en liðið hafði betur í vítakeppni.
England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum en Svíar tryggðu sér sæti með því að leggja Sviss af hólmi fyrr í dag.
Það eru fjórir leikir á dagskrá á næstu dögum en nú kemur tveggja daga frí og svo hefjast 8-liða úrslitin.
Á föstudaginn eigast við Úrúgvæ og Frakkland klukkan 14:00 og svo hefst leikur Brasilíu og Belgíu.
Á laugardaginn eru einnig tveir leikir á dagskrá en England spilar þá við Svíþjóð í fyrri leiknum og svo mætast Rússland og Króatía.
Öll úrslit og það sem er framundan má nálgast með því að smella hér.