Hin bandaríska Tess Thompson Talley hefur heldur betur fengið á baukinn eftir að Twitter-aðgangurinn AfricanDigest deildi myndum af henni á Twitter síðu sinni. Þar er Tess nafngreind og kölluð „hvítur, bandarískur villimaður.“ Gíraffinn sem Tess skaut í Suður-Afríku er afar sjaldgæfur.
Myndin hefur fengið mikil viðbrögð en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 40 þúsund notendur Twitter endurbirt myndina, auk þess sem margir láta mis fögur orð um Tess fylgja.
White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz
— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018
Í viðtali við Fox News gerir Tess lítið úr atvikinu. Hún segir veiðar sem þessar hjálpa til við að viðhalda dýrategundum og bætir því við að fjölgun gíraffa komi til vegna verndar sem að mestu er fjármögnuð með veiðum sem þessum.
#TessThompsonTalley Killing animals for fun is a sign of serious mental illness.
— Terry Skovronek (@adeathmidwife) June 26, 2018
Tess Thompson Talley from Nippa, Kentucky is a disgusting, vile, amoral, heartless, selfish murderer. With joy in her black heart and a beaming smile she lies next to the dead carcass of… https://t.co/gG9CWX4oXl
— Debra Messing (@DebraMessing) June 27, 2018