fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Peter Schmeichel birti þessa mynd af syni sínum og segist algjörlega orðlaus

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, einn allra besti markvörður sögunnar, vakti athygli á áhorfendapöllunum á leik Danmerkur og Króatíu í 16-liða úrslitum HM í gærkvöldi.

Sonur Peters, Kasper Schmeichel, var í eldlínunni í marki Dana og átti sannkallaðan stórleik sem því miður dugði ekki til. Króatar fóru áfram eftir vítaspyrnukeppni; Kasper varði vítaspyrnu í framlengingunni og tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni en því miður tókst leikmönnum danska liðsins ekki að nýta sínar spyrnur nægilega vel og því fór sem fór.

Peter birti fallega mynd á Twitter-síðu sinni frá þeim tíma er hann spilaði með Manchester United. Þá var Kasper smápolli og sést hann leiða föður sinn á heimavelli United. Það er augljóst að Peter er stoltur af syni sínum, enda má hann vera það eftir flotta frammistöðu hans að undanförnu, bæði með Dönum og Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er orðlaus. Gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, starfsfólki landsliðsins og hinum frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við verðum búin að þurrka tárin munum við átta okkur á því hversu vel við stóðum okkur,“ sagði Peter á Twitter.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ við félagaskipti Rashford

Komið ‘Here we go’ við félagaskipti Rashford
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur