Víkingur Reykjavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla í kvöld er liðið heimsótti KR í 10. umferð.
Víkingar voru sterkir til baka í leik kvöldsins og nældu í þrjú stig þrátt fyrir mikla pressu KR-inga.
Bjarni Páll Linnet Runólfsson gerði eina mark leiksins fyrir Víkinga í síðari hálfleik eftir vandræðagang í vörn heimamanna.
Fylkir og Fjölnir áttust við á sama tíma í leik sem endaði með 2-1 sigri Fjölnis en dramatíkin var uppmáluð undir lok leiksins.
Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir á 85. mínútu leiksins en tveimur mínútum síðar jafnaði Bergsveinn Ólafsson fyrir Fjölni.
Torfi Tímóteus Gunnarsson tryggði svo Fjölni sigurinn þremur mínútum síðar og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni í rosalegum leik.
KR 0-1 Víkingur R.
0-1 Bjarni Páll Linnet Runólfsson(46′)
Fjölnir 2-1 Fylkir
0-1 Albert Brynjar Ingason(85′)
1-1 Bergsveinn Ólafsson(87′)
2-1 Torfi Tímóteus Gunnarsson(90′)