Kylian Mbappe er ótrúlegur leikmaður en hann skoraði tvö mörk fyrir Frakkland í 4-3 sigri á Argentínu í dag.
Um var að ræða leik í 16-liða úrslitum HM en Mbappe skoraði tvö mörk fyrir þá frönsku í síðari hálfleik.
Mbappe mun ekki taka við launum fyrir það að spila fyrir franska landsliðið líkt og aðrir leikmenn liðsins.
Samkvæmt fréttum frá Frakklandi hefur Mbappe ákveðið að gefa öll laun sín frá franska knattspyrnusambandinu til góðgerðarmála.
Mbappe fær 20 þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir Frakkland og fær einnig bónusa fyrir að skora mörk.
Framherjinn segir að það sé ekki rétt að borga sér fyrir að spila fyrir hönd þjóðarinnar og vill því ekki þiggja laun.