Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið duglegur að nota samskiptamiðla yfir HM í Rússlandi.
Cantona gerði það sama yfir EM í Frakklandi þar sem hann fór yfir ýmislegt sem hafði gerst á mótinu.
Nýjasta innslag Cantona fjallar um Neymar, leikmann Brasilíu en hann hefur verið gagnrýndur í sumar.
Margir vilja meina að Neymar láti sig detta við minnstu snertingu og að hann reyni oft að fiska andstæðinga af velli.
Cantona tekur undir þetta en hann kallar töskuna sína ‘Neymar’ því það er svo auðvelt að snúa henni í hringi.
Frakkinn hrósar Neymar einnig og segir að hann sé bæði frábær leikmaður og góður leikari.
Þetta má sjá hér.