fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Fer ekki í fangelsi fyrir hættulega líkamsárás á Menningarnótt

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. júní 2018 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24 ára karlmaður hefur verið dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt 2015. Var hann sakfelldur fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í líkama annars manns eftir að til átaka kom á milli þeirra tveggja inni á skemmtistaðnum Hressó í Austurstræti. Afleiðingarnar voru meðal annars þær að jaxl brotnaði í fórnarlambinu auk þess sem hann hlaut rifbrot. Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag.

Fórnarlambið í málinu lagði fram kæru þann 26.ágúst 2015 og greindi frá því að hann og unnusta hans hefðu verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt aðfaranótt sunnudagsins 23. ágúst. Þau hefðu verið inni á skemmtistaðnum Hressó í Austurstræti þegar árásarmaðurinn kom að þeim. Fram kom að fórnarlambið væri barnsfaðir systur árásarmannsins.  Fórnarlambið sagði manninn hafa farið að áreita sig inni á skemmtistaðnum og ásakað hann um slæma hegðun gagnvart systur hans. Í kjölfarið kom til átaka á milli þeirra og var þeim vísað út af staðnum.

Fyrir dómnum greindi  fórnarlambið einnig frá því að átökin á milli þeirra tveggja inni á Hressó hefðu snúist um ummæli sem hann hafði áður skrifað um barnsmóður sína og birt á netinu. Lýsti hann árásinni þannig að fyrir utan staðinn hefði verið talsvert af fólki, þar á meðal vinir árásarmannsins og sagði hann þá hafa verið ógnandi gagnvart sér og unnustunni.

Sagði hann árásarmanninn hafa slegið unnustuna og hann hafi þá brugðist við með því að setja hönd á andlit árásarmannsins og ýta honum frá. Í kjölfarið hafi árásarmaðurinn kýlt hann og togað hann niður í jörðina og sparkað í höfuð hans þar sem hann hafi legið. Spörkin hafi verið þrjú til fjögur. Allt hafi gerst mjög hratt og hann hafi reynt að verjast spörkunum með því að bera hendur fyrir höfuð sér. Einhverjir aðrir hafi tekið þátt í atlögunni en hinn ákærði hafi verið aðalmaðurinn.

Afleiðingarnar árásarinnar voru þær að fórnarlambið hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.

Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn sem ákærður var að til átaka hefði komið á milli hans og fórnarlambsins þessa nótt. Sagðist hann hafa slegið fórnarlambið með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Þá viðurkenndi hann að hafa kýlt og sparkað í líkama hans en hélt því fram að höggin og spörkin hefðu komið í líkama mannsins en ekki höfuð.

Dómurinn leit hins vegar til þess að fórnarlambið var með áverka á höfði sem samrýmast því að sparkað hafi verið í höfuð hans. Annars vegar var um að ræða far en í vottorði læknis sem skoðaði manninn á slysadeild kemur fram að þar hafi mótað fyrir skófari. Þá brotnaði jaxl í fórnarlambinu þessa nótt en tannlæknir sem skoðaði hann lýsti því að mikið högg hefði þurft til þess.

Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða fórnarlambinu hálfa milljón króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi

Brotist inn í kaffihús og sjóðsvélin skilin eftir á víðavangi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í