Íbúi á Fáskrúðsfirði varð fyrir óskemmtlegri reynslu í hádeginu í gærdag þegar hann kom að að óprútnum aðila inni í íbúð sinni. Frá þessu greinir lögreglan á Austurlandi á Facebook-síðu sinni.
Fram kemur að hinn óboðni gestur hafi komist undan á á hlaupum auk þess sem hann veitti íbúanum bylmingshögg í kviðinn.
Lögregla veitti í framhaldi bifreið sem maðurinn var í eftirför þar sem henni var ekið á ofsaferð frá Fáskrúðsfirði á Breiðdalsvík. Þar setti lögregla upp stöðvunarpóst sem ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki og var henni ekið fram hjá lögreglubifreiðinni og út af veginum. Bifreiðin var þó á lítilli ferð þegar henni var ekið útaf svo ekki hlutust slys af.
Tveir aðilar sem voru í bifreiðinni voru handteknir og eru þeir nú í haldi lögreglu, grunaðir um þjófnaðarbrot á nokkrum stöðum á landinu. Lögreglu grunar að um sé að ræða skipulagða brotastarfssemi.