fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Kári ætlar ekki að gera sömu mistök og Eiður Smári

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason gæti vel verið hættur með landsliðinu en hann spilaði ekki gegn Króatíu í dag.

Kári hefur lengi staðið vaktina með íslenska liðinu og spilaði stórt hlutverk í undankeppni EM 2016 og nú HM 2018.

Kári er kominn á seinni árin í boltanum og gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik.

,,Er hann búinn að greina frá því? Gott að hann ákveði það fyrir mig,“ sagði Kári eftir að honum var tjáð að Aron Einar Gunnarsson væri búinn að taka ákvörðunina fyrir hann um að hann væri hættur.

,,Við sjáum til. Auðvitað er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski er kominn tími á að stoppa en ef Heimir velur mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu.“

,,Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu móment á lífsleiðinni hafa komið með landsliðinu. Ég er mjög stoltur af því að vera partur af þessu liði og er stoltur af þessum strákum.“

,,Auðvitað var ég búinn að leiða hugann þangað en ég ætla ekki að vera með eitthvað big statement að ég sé hættur með landsliðinu en það lítur þannig út svolítið.“

,,Okkar mesta legend brenndi sig svolítið á því að segja að hann væri hættur og kom svo aftur, maður veit aldrei.“

,,Að koma á HM með liðinu var draumur fyrir okkur alla og eins og ég sagði áðan hafa mín stoltustu móment í fótbolta og í lífinu með þessu liði.“

,,Ég er stoltur af því að hafa contributað til að við komumst á EM þar sem við stóðum okkur vel og svo komumst við á HM. Við verðskulduðum meira úr þessum leik.“

,,Ég skil Heimi fullkomlega og Sverrir stóð sig fullkomlega í dag. Maður þarf að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég átti minn hlut í undankeppninni og er stoltur af því.“

,,Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert er staðfest,“ bætti Kári við varðandi framtíðina en hann samdi við Víking Reykjavík fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu