fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Gylfi: Auðvelt að leyfa öðrum að taka spyrnuna

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Íslands í kvöld sem mætti Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar á HM.

Gylfi og allt landsliðið gerði allt til þess að vinna leikinn í kvöld og var okkar maður smá súr eftir leikinn.

,,Það er stutt á milli í þessu en við gáfum allt í þetta og að staðan í Argentínuleiknum væri 1-1 og við vissum að þeir myndu skora í lokin,“ sagði Gylfi við Rúv.

,,Við reyndum að ná þessu öðru marki og sóttum á mörgum mönnum sem kostaði okkur en við gerðum allt og vorum rosalega nálægt þessu.“

,,Ég hugsaði bara um að skjóta lægra í vítinu! Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka spyrnuna en ég tek ábyrgðina. Það var aðeins meira stress núna en sem betur fer skutlaði markvörðurinn sér.“

,,Það er gríðarlega erfitt að komast hingað, liðin eru svo sterk og við lendum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og svo spiluðum við þessu kannski frá okkur gegn Nígeríu.“

,,Ég held að við séum allir sammála um það að síðustu tvær keppnir hafi verið það skemmtilegasta sem við höfum gert. Næsta markmið er EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu