fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Heimir um framtíðina: Gef mér viku til að melta þetta

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var stoltur í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap gegn Króatíu á HM í Rússlandi.

Ísland er úr leik eftir tapið í kvöld en liðið spilaði oft á köflum virkilega vel í leiknum.

,,Við spiluðum gríðarlega vel, við báðum leikmenn um að skilja allt eftir í Rostov og það var ekki mikið eftir í batteríinu,“ sagði Heimir við Rúv.

,,Við fengum færi til að vinna leikinn, við höfum sjaldan verið betri sóknarlega varðandi færi en vorum óheppnir fyrir framan markið.“

,,Ég gæti ekki verið stoltari en ég er í dag. Mér finnst við ekki vera of slakir til að vera hérna en hver hefur sitt álit á því.“

,,Það eru allir að hrósa okkur fyrir hvað við erum tilbúnir að leggja okkur fram fyrir land og þjóð og við gerðum allt sem við gátum og getum labbað stoltir heim.“

Heimir var svo spurður að því hvort hann myndi halda áfram með landsliðið eftir mótið.

,,Þetta er spurning sem kemur aftur á blaðamannafundinum. Ég ætla að gefa mér viku til að melta þetta mót og svo þarf knattspyrnusambandið að skoða hvort það þurfi að fríska eitthvað upp á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt