Ísland er úr leik á HM í Rússlandi en strákarnir okkar mættu Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli en Króatía komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Milan Badelj.
Staðan var 1-0 í dágóðan tíma áður en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði fyrir okkar menn úr vítaspyrnu.
Króatía tryggði sér svo sigur í leiknum í blálokin er Ivan Perisis skoraði á þreytta Íslendinga og lokatölur 2-1.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Frammistaða strákana í leiknum var frábær. Við erum ekki verra lið en Króatía. Það er ekki nóg að vera með góða einstaklinga.
Við vorum svo nálægt því að skora fleiri mörk í þessum leik. Sverrir Ingi Ingason komst næst því er hann skallaði í slá. Ömurlega nálægt því en við sköpuðum NÓG af færum.
Emil Hallfreðsson átti stórleik fyrir Ísland í dag. Ég er enn smá súr yfir því að hann hafi ekki spilað gegn Nígeríu en áfram gakk.
Gylfi Þór Sigurðsson. Stáltaugar. Klikkaði á vítapunktinum gegn Nígeríu en steig aftur á punktinn í dag og skoraði örugglega.
Við endum riðlakeppnina með eitt stig. Hetjuleg frammistaða í þessari keppni þó að Nígeríuleikurinn hafi mátt vera betri.
Albert Guðmundsson fékk nokkrar mínútur í dag sem var frábært að sjá. Svo sannarlega framtíðarleikmaður.
Mínus:
Auðvitað er það svekkjandi að vera úr leik á mótinu en við sjáumst bara aftur eftir fjögur ár, ekkert rugl.
Færanýtingin varð okkur að falli í dag eins og hefur verið raunin á þessu móti. Þurfum að nýta færin betur, við fáum þau alltaf!
Við vorum svo grátlega nálægt þessu. Argentína vann Nígeríu 2-1. Eitt mark. Það munaði einu marki áður en Króatar bættu við.