fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus – Við sjáumst aftur eftir fjögur ár, ekkert rugl

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er úr leik á HM í Rússlandi en strákarnir okkar mættu Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli en Króatía komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Milan Badelj.

Staðan var 1-0 í dágóðan tíma áður en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði fyrir okkar menn úr vítaspyrnu.

Króatía tryggði sér svo sigur í leiknum í blálokin er Ivan Perisis skoraði á þreytta Íslendinga og lokatölur 2-1.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Frammistaða strákana í leiknum var frábær. Við erum ekki verra lið en Króatía. Það er ekki nóg að vera með góða einstaklinga.

Við vorum svo nálægt því að skora fleiri mörk í þessum leik. Sverrir Ingi Ingason komst næst því er hann skallaði í slá. Ömurlega nálægt því en við sköpuðum NÓG af færum.

Emil Hallfreðsson átti stórleik fyrir Ísland í dag. Ég er enn smá súr yfir því að hann hafi ekki spilað gegn Nígeríu en áfram gakk.

Gylfi Þór Sigurðsson. Stáltaugar. Klikkaði á vítapunktinum gegn Nígeríu en steig aftur á punktinn í dag og skoraði örugglega.

Við endum riðlakeppnina með eitt stig. Hetjuleg frammistaða í þessari keppni þó að Nígeríuleikurinn hafi mátt vera betri.

Albert Guðmundsson fékk nokkrar mínútur í dag sem var frábært að sjá. Svo sannarlega framtíðarleikmaður.

Mínus:

Auðvitað er það svekkjandi að vera úr leik á mótinu en við sjáumst bara aftur eftir fjögur ár, ekkert rugl.

Færanýtingin varð okkur að falli í dag eins og hefur verið raunin á þessu móti. Þurfum að nýta færin betur, við fáum þau alltaf!

Við vorum svo grátlega nálægt þessu. Argentína vann Nígeríu 2-1. Eitt mark. Það munaði einu marki áður en Króatar bættu við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt