fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Ísland úr leik á HM þrátt fyrir hetjulega frammistöðu – Argentína fer áfram

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland 1-2 Króatía
0-1 Milan Badelj(53′)
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson(víti, 76′)
1-2 Ivan Perisic(90′)

Íslenska landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á HM í Rússlandi en Króatar voru andstæðingar okkar manna.

Ísland gat komist áfram með sigri á Króatíu í kvöld en þurfti einnig að treysta á úrslit í leik Nígeríu og Argentínu.

Strákarnir okkar spiluðu á köflum virkilega vel í leik kvöldsins og vorum við oft nálægt því að skora.

Fyrsta mark leiksins skoruðu Króatar er Milan Badelj kom boltanum í netið snemma í síðari hálfleik.

Ísland jafnaði svo metin á 76. mínútu leiksins er Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir okkar menn úr vítaspyrnu.

Ísland þurfti að skora annað mark og setti mikið púður í sóknina en næsta mark kom því miður frá Króötum.

Ivan Perisic skoraði fyrir Króata undir lok leiks og tryggði liðinu 2-1 sigur gegn okkar mönnum.

Argentína fer áfram ásamt Króötum eftir 2-1 sigur á Nígeríu í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt