Íslenska landsliðið spilar þessa stundina við Króatíu í riðlakeppni HM en nú var verið að flauta til hálfleiks.
Strákarnir hafa átt fínan leik til þessa en Króatar hafa ekki ógnað markinu okkar til þessa í leiknum.
Það er þó á hreinu að við þurfum að skora mark ef við ætlum okkur að komast í 16-liða úrslitin.
Öll þjóðin fylgist grant með gangi mála en Argentína er á sama tíma að vinna Nígeríu 1-0 sem eru góðar fréttir fyrir okkur.
Það var nóg af lífi á Twitter yfir fyrri hálfleiknum eins og má sjá hér fyrir neðan.
Hahahaha Emil var ekki í liðinu vs. Nígeríu. Great comedy ef maður hugsar út í það.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 26 June 2018
Emil þú góði leikmaður
— Hólmbert Friðjónsson (@holmbert) 26 June 2018
EITT EILÍFÐAR SMÁBLÓM MEÐ TITRANDI TÁR SEM TILBIÐUR GUÐ SINN OG DEYR
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) 26 June 2018
Við trúum. Áfram Ísland! ??
— Tólfan (@12Tolfan) 26 June 2018
Djöfull erum við ógeðslega góðir í fótbolta!!!
— Siggi Brynjólfs (@SiggiBryn) 26 June 2018
Jæja, þar hvarf stressið. LORD Lúka Kostic á leiknum. #HMRUV pic.twitter.com/cNE5Z4MFNA
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) 26 June 2018
Þetta olnbogaskot í nefið á Birki er fyrst og fremst árás á möguleika hans á Instagram.
— Árni Helgason (@arnih) 26 June 2018
Emil Hallfreðs er geggjaður!!! Hann byrjar vonandi gegn Frökkum #WorldCup
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) 26 June 2018
Ekkert eðlilega flottir í fyrri hálfleik. Emmi og Alfreð geggjaðir og aðrir í stuði. Sverrir traustur sem steinn. Við vinnum þennan leik.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) 26 June 2018
Hvað á Gummi Ben að segja þegar Albert verður settur inná á eftir? #hmruv #FyrirIsland #IslKro
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) 26 June 2018
#HMRUV lífið er núna og boltinn er jörðin
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) 26 June 2018
Hahaha! Það er einhver bjartsýnn vallarstarfsmaður að reyna að fá íslenska hafið til að setjast! #WorldCup #fotboltinet #LOL
— Yngvi Eysteins (@yngvieysteins) 26 June 2018
Á dauða mínum átti ég nú von, en að Heimir væri í skyrtu í leik átti ég nú ekki von á. #fotboltinet
— Aron Elis (@AronElisArnason) 26 June 2018
Ég: „Já þarna er Raggi. Hann er nú nokkuð sætur, er það ekki?“
Vinkona (öskrandi á mig): „Veistu ég hef engar taugar til að spá í því núna!!!!!“#hmruv #fotboltinet— Brynhildur Yrsa Valkyrja (@BrynhildurYrsa) 26 June 2018
Fokk hvað við eigum gott lið.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) 26 June 2018