fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Einkunnir þegar Ísland féll úr leik á HM – Emil bestur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Ísland er úr leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Íslenska liðið var síst slakari aðili leiksins.

Króatía vann 2-1 sigur en sigurmark þeirra kom á lokamínútu leiksins eftir mistök Emils Hallfreðssonar.

Íslenska liðið lagði allt í sölurnar, en slök færanýting varð liðinu að falli. Færin voru mörg en ekki gekk að nýta þau.

Emil Hallfreðsson var bestur í liði Íslands, gjörsamlega frábær

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 6
Gerði bara fína hluti í leiknum, mögulega átt að verja seinna markið.

Birkir Már Sævarsson 7
Spilaði vel og það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess að hann sé að fara í Pepsi deildina.

Ragnar Sigurðsson (´70) 7
Spilaði fínasta leik í vörninni, Rostov parið steig fá spor vitlaus.

Sverrir Ingi Ingason 8
Kom frábærlega inn í vörnina og var ógnandi í föstum leikatriðum.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Lélegar móttökur til að byrja með en kom sér vel inn í leikinn svo.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Var að spila vel og sannaði mikilvægi sitt í liðinu. Sást vel gegn Nígeríu hversu mikið við söknuðum hans.

Aron Einar Gunnarsson 6
Var byrjaður að blása þegar líða tók á leikinn og það eðlilega, nærvera hans þó mikilvæg

Emil Hallfreðsson 8 – Maður leiksins
Stjórnaði sviðinu, var að spila í sama gæðaflokki og Luka Modric. Gerði svo hræðileg mistök í seinna markinu.

Birkir Bjarnason (´90) 6
Kraftmikill en fékk nokkra góða sénsa til að skora sem nýttust ekki.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Fínasti leikur hjá Gylfa, gerði margt gott í sóknarleik liðsins og gerði frábærlega í að fiska og skora úr vítinu

Alfreð Finnbogason (´86) 7
Skildi allt eftir á vellinum, fórnaði sér vel fyrir liðið og var skapandi.

Varamaður:

Björn Bergmann Sigurðarson (´70) 6
Kom með ágætis kraft inn en náði ekki alveg að setja mark sitt á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu