Íslenska karalandsliðið spilar risaleik á HM í Rússlandi í kvöld er okkar menn mæta Króatíu.
Ísland þarf á sigri að halda í leik kvöldsins ef liðið ætlar að eiga einhvern möguleika á að komast í 16-liða úrslit.
Byrjunarlið Króatíu er nú klárt en margar stjörnur fá hvíld gegn okkur í Rostov í kvöld.
Luka Modric spilar þó fyrir Króata en hann er á miðjunni ásamt þeim Milan Badelj og Mateo Kovacic.
Hér má sjá byrjunarlið Króata.
Byrjunarlið Króatíu gegn Íslandi: L.Kalinic; Jedvaj, Caleta-Car, Corluka, Pivaric; Badelj, Modric; Perisic, Kovacic, Pjaca; Kramaric.