fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Tók á Sigurð Inga að ræða um missinn: „Mér verður oft hugsað til þeirra“

Auður Ösp
Sunnudaginn 7. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er stundum sagt að tíminn lækni öll sár. Ég held að allir þeir sem hafa gengið í gegnum missi viti að það er ekki satt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og vísar þar í gífurlegt áfall sem hann varð fyrir á miðjum þrítugsaldri. Það var þá sem hann missti foreldra sína í hörmulegu slysi.

Sigurður Ingi var á lokaárinu í námi sínu í Kaupmannahöfn í nóvember árið 1987 þegar bróðir hans færði honum þær fregnir í síma að foreldrar þeirra, þau Jóhann H. Pálsson og Hróðný Sigurðardóttir hefðu látist í hörðum árekstri þriggja bifreiða við gömlu Þrengslavegamótin. Létust þau samstundis. Sigurður er elstur af fjórum systkinum og var hann 25 ára gamall þegar áfallið reið yfir.

„Þannig að ég fer bara heima, eðlilega, og tek við búinu og reyni að vera höfuð fjölskyldunnar,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Hringbraut. „Mjög stór og öflug fjölskylda hjálpaði okkur í gegnum þetta og vinahópur,“ segir hann jafnframt og tekur undir að þetta hafi verið hrikalegt högg.

„En þetta lagast. Og eðlilega horfir maður til þessarar fortíðar með væntumþykju og söknuði,“ segir Sigurður jafnframt og kveðst oft hugsa til foreldra sinna á gleðistundum, til að mynda þegar barnabörn koma í heiminn. Þá sakni hann þess að foreldrar hans hafi ekki fengið tækifæri á að vera með og njóta.

Hann segir fráfall foreldra sinna vissulega hafa breytt hugarfarinu hjá sér og fengið hann til endurmeta gildi lífsins.

„Maður fór að meta góðu stundrnar meira heldur en það að vera i einhverju stundarati sem skiptir engu máli í hinu stóra lífsins hlaupi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi