Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson ákvað að kanna hvað Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig fyrir sigur Íslands gegn Króatíu í kvöld. Um var að ræða mjög svo óvísindalega könnun á Twitter, meðal fylgjenda hans, en þátttaka var með miklum ágætum. Hafa hátt í 400 manns svarað þegar þetta er skrifað.
Þorsteinn spurði:
Hvað ertu tilbúin(n) til að leggja á þig svo Ísland vinni í dag?
Valmöguleikarnir voru ekki beint geðslegir:
28 prósent sögðust vera tilbúnir að sleikja hundsrassgat
42 prósent sögðust tilbúnir að borða skítugan sokk
30 prósent sögðust tilbúnir að taka af sér annað eyrað.
Víst er að Íslendinga þyrstir í sigur gegn Króötum og að sjálfsögðu hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu. Hvort þeir sem tóku þátt í könnuninni séu í raun og veru tilbúnir að leggja þetta allt á sig skal ósagt látið. En við vonumst allavega eftir sigri í kvöld.
Hvað ertu tilbúin(n) til að leggja á þig svo Ísland vinni í dag?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) June 26, 2018