fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Könnun Þorsteins: Íslendingar tilbúnir að gera allt fyrir sigur í kvöld – 28 prósent tilbúnir að gera dálítið ógeðslegt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júní 2018 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson ákvað að kanna hvað Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig fyrir sigur Íslands gegn Króatíu í kvöld. Um var að ræða mjög svo óvísindalega könnun á Twitter, meðal fylgjenda hans, en þátttaka var með miklum ágætum. Hafa hátt í 400 manns svarað þegar þetta er skrifað.

Þorsteinn spurði:

Hvað ertu tilbúin(n) til að leggja á þig svo Ísland vinni í dag?

Valmöguleikarnir voru ekki beint geðslegir:

28 prósent sögðust vera tilbúnir að sleikja hundsrassgat
42 prósent sögðust tilbúnir að borða skítugan sokk
30 prósent sögðust tilbúnir að taka af sér annað eyrað.

Víst er að Íslendinga þyrstir í sigur gegn Króötum og að sjálfsögðu hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu. Hvort þeir sem tóku þátt í könnuninni séu í raun og veru tilbúnir að leggja þetta allt á sig skal ósagt látið. En við vonumst allavega eftir sigri í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt