Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rostov:
Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands hefur opniberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu.
Gerðar eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Nígeríu síðasta föstudag.
Vinni Ísland ekki sigur er ljóst að liðið fer heim, sigur gæti ekki dugað. Það fer eftir úrslitum í leik Nígeríu og Argentínu.
Sverrir Ingi Ingason kemur inn í vörnina fyrir Kára Árnason, Emil Hallfreðsson tekur stöðu aftur á miðjunni en Heimir fer aftur í 4-5-1 kerfið.
Þá er Jóhann Berg Guðmundsson klár í slaginn og kemur á kantinn fyrir Rúrik Gíslason.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason