fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Steinþór og Glódís með sex mánaða soninn í Rostov: „Þessi er að fara á sinn fyrsta leik“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að fólk sé gífurlega peppað. Maður verður að stilla sig af,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson sem er staddur í Rostov-On-Don þar sem leikur Íslands og Króatíu fer fram í kvöld.

Steinþór er í Rússlandi með fjölskyldunni, konu sinni Glódísi Guðgeirsdóttur og syni sínum sem kom í heiminn í lok desember í fyrra. „Þessi er að fara á sinn fyrsta leik,“ sagði Helgi þegar blaðamaður hitti hann á Fan Zone í Rostov í dag. Blaðamaður freistaði þess að spyrja þann stutta hvernig hann teldi að leikurinn færi. Fátt var þó um svör, eðli málsins samkvæmt.

Sjálfur kveðst Steinþór spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að við vinnum þennan leik, það er bara spurning hvernig hinn leikurinn fer. Ég er eiginlega miklu hræddari um hann en þennan leik, þetta verður easy 1-0 sigur,“ segir Steinþór sem er búinn að vera í viku í Rússlandi með fjölskyldu sinni.

„Svo fljúgum við til Armeníu á morgun í sumarfrí. Við ætlum að keyra um Armeníu og Georgíu og njóta góðra vína og náttúrunnar þar.“

Steinþór segist hafa hrifist af Rússlandi og hann kann vel við land og þjóð.  „Alveg svakalega vel. Það er greinilega búið að taka vel til hérna. Við löbbuðum aðalgöngugötuna hérna og þá voru menn að pússa ruslatunnar og sópa upp einhver laufblöð. Rússarnir mega eiga það að þeir eru að standa sig frábærlega og manni líður alveg ótrúlega vel hérna. Góður matur, góð vín og hvað getur maður beðið um meira?“

Þegar hann var spurður hvort eitthvað hefði komið á óvart, sagði hann: „Minna af löggum og vopnuðum vörðum. Miklu minna en var til dæmis í Frakklandi. Það er alveg mikið um verði og þannig en þeir eru ekki vopnaðir. Maður finnur öryggistilfinninguna en ekki hræðslu eins og var.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinþór og fleiri til sem var tekið á Fan Zone í Rostov í dag. Viðtalið við Steinþór byrjar þegar 11 mínútur og rúmar 40 sekúndur eru liðnar.

 

https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/10156765857178322/?t=728

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Með ótrúlegt fjármagn miðað við lið í næst efstu deild

Með ótrúlegt fjármagn miðað við lið í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Í gær

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United
433Sport
Í gær

Trafford fer til Manchester

Trafford fer til Manchester
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu
433Sport
Í gær

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina