fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Vinsældir Rúriks á Instagram ná ekki til hans – ,,Frá því að ég kem inn í þessa fjölskyldu þá hefur hann verið með boltann á tánum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Ásbjörnsson, Jói á Fabrikunni var mættur í viðtal á K100 þar sem hann ræddi um Rúrik Gíslason, mág sinn

Jói er giftur systir Rúriks og eru þeir miklir félagar. Rúrik hefur slegið í gegn á HM, fengið yfir milljón fylgjendur á Instagram.

,,Frá því að ég kem inn í þessa fjölskyldu þá hefur hann verið með boltann á tánum. Þetta fár í kringum Instagram er eitthvað sem við erum ekki mikið að velta fyrir okkur, þetta er bara eitthvað sem að gerist upp úr þurru,“ sagði Jóhannes um málið.

Jóhannes segir að Rúrik láti Instagram fárið trufli ekki þennan öfluga knattspyrnumann sem er bara að pæla í góðum árangri á HM.

,,Við erum upptekin af HM og því verkefni, þó að eitthvað svona fari á flug þá snýst þetta bara um að menn séu í vinnunni, ég held að hann láti þetta ekkert trufla sig mikið. Þetta er skondið að eitthvað svona fari á flug, hann er ekki að gera neitt öðruvísi.“

,,Hann hefur alltaf skellt inn öðru hvoru mynd af sér á Instagram, þær skipta nú ekki hundruðum eða þúsundum.“

,,Við heyrumst reglulega, það eina sem við höfum minnst á í þessu. Fólk er ekkert að hugsa mikið um þetta, núna er verið að hugsa um fótbolta. Það má vel vera að þetta komi að gagni síðar, það er þá bara skoðað þegar HM er búið.“

Hann sér þó tækifæri í því að vinna með þessar miklu vinsældir Rúriks eftir mót.

,,Eflaust er hægt að vinna með þetta, fara skynsama leið að því. Hann er upptekin af HM, menn hafa ekki tíma í annað. Það er hægt hafa gaman og brosa en menn eru í risavöxnu verkefni, það er ekki tími til að velta því fyrir þér hvað Instagram getur gert fyrir þig.“

,,Hann hefur alltaf hugsað um sjálfan sig, formið. Hefur gaman af því að klæða sig í falleg föt, þessir fótboltamenn hafa tíma til að hugsa um þessa hluti.“

Jóhannes sagði sögu frá því hvernig Rúrik fór að kalla hann ísbjörninn.

,,Við fórum einu sinni saman til Dubai, við vorum ný búinn að gifta okkur. Ég tana ekki hratt, ég á mömmu sem er rauðhærð, þarf að fara varlega í sólinni. Maður hefur góðan samanburð, bera sig saman við þá sem tana hratt. Hann kallar mig ísbjörninn, hann gerir það ef við erum í sól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt