fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Unnusta Hólmars varpar ljósi á það hvað konur strákanna okkar gera á milli leikja

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við stelpurnar höldum vel hópinn. Við erum saman á hóteli og ferðumst saman á milli staða. Það er búið að vera æðislegt að vera með þeim, en það myndast mikil stemning og góður vinskapur á þann hátt,“ segir Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, unnusta Hólmars Arnar Eyjólfssonar, varnarmanns íslenska landsliðsins í fótbolta.

Jóna er í viðtali við Glamour þar sem hún varpar ljósi á þá miklu og góðu vináttu sem ríkir milli maka strákanna sem nú keppa í Rússlandi.

„Við höfum verið duglegar að fara saman út að borða, skoðunarferðir. Síðan hefur Kristbjörg hans Arons stýrt stífum og ströngum æfingum fyrir okkur á morgnana. Þetta er bara búið að vera æðislegt,“ segir hún en myndir af stelpunum saman í stúkunni á leikjum íslenska liðsins hafa birst í fjölmiðlum.

Stelpurnar halda hópinn enda fá þær lítið að sjá strákana meðan á móti stendur.

„Það er takmarkað af slíkum hittingum. Við höfum þó hist í hádegismat daginn fyrir leik. Það er mikilvægt, bæði fyrir þá og okkur, að geta hist í stuttan tíma yfir kaffibolla. Það er að sjálfsögðu mikil pressa á strákunum og þeir hafa held ég bara gott af því að sjá framan í konur sínar og börn í stuttan tíma öðru hvoru þegar á svona stórmóti stendur.“

Viðtalið við Jónu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu