fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Höddi Magg hrósar landsliðsmanni í hástert: Einn sá vanmetnasti frá upphafi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 Sport, hrósar landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni í hástert. Emil átti mjög góðan leik í jafnteflinu gegn Argentínu en þurfti svo að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan leikinn gegn Nígeríu.

Emil var hógvær þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi landsliðsins í gær og sagði að enginn leikmaður væri of stór til að vera á bekknum.

„Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum, það er alltaf fúlt. Það var búið að ákveða þetta að fara í tvo framherja. Ég var klár í að koma inn ef það þurfti og klár í næsta leik af það þarf, það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum,“ sagði Emil.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins lét hann vita nokkrum dögum fyrir leik og Emil tók því.

,,Hann kom til mín og ræddi þetta, þetta var tveimur dögum fyrir leik. Útskýrði það fyrir mér, það var taktísk breyting. Það er ekkert við því að segja, maður þurfti að vea klár ef kallið kæmi. Þetta gengur og gerist í fótboltanum, þetta er spurning að vera klár þegar kallið kemur. Nýta tækifærin, þetta getur komið fyrir hvern sem er að vera á bekknum.“

Hörður segist telja að Emil sé ákaflega vanmetinn leikmaður. Hann segir á Twitter:

„Held að menn séu loksins að sjá úr hverju Emil Hallfreðsson er gerður. Svör hans eftir að hafa setið á bekknum gegn Nígeríu bera gott vitni um það. Ég tel Emil vera einn vanmetnasta leikmann sem við höfum átt i landsliðinu frá upphafi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park