fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Sjúkraþjálfarinn Kári Árnason á aðdáendur um allan heim: Síminn stoppaði ekki – „hann bara blikkaði, blikkaði og blikkaði“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 20:00

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera alnafni strákanna okkar í landsliðinu. Því hafa þeir Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson fengið að kynnast. Hér er ekki um að ræða landsliðsmennina því þetta eru alnafnar þeirra og fást við eitthvað allt annað en að spila fótbolta á hæsta stigi.

RÚV fjallaði um þetta í skemmtilegu innslagi fyrir HM en þar ræddi Haukur Harðarson meðal annars við sjúkraþjálfarann Kára Árnason, en eins og kunnugt er leikur alnafni hans lykilhlutverk í vörn íslenska liðsins. Kári er sjúkraþjálfari á Landspítalanum og á stofu sem heitir Gáski.

Þegar hann var spurður hvort einhverjir fylgifiskar hefðu fylgt því að vera alnafni landsliðsmannsins Kára, sagði Kári:

„Þetta byrjaði eiginlega í fyrsta leik á EM 2016, þá byrjaði eiginlega ballið. Þá fór síminn minn á algjört tripp, ég hélt það væri kominn einhver vírus í hann, hann bara blikkaði, blikkaði og blikkaði, fullt af fólki að elta mig á Instagram og adda mér á Facebook. Ég vissi ekki hvað var í gangi fyrst og svo hélt þetta áfram í leik númer tvö og þrjú,“ segir Kári.

Þegar einhverjir fulltrúar evrópska knattspyrnusambandsins, síða sem heitir KSÍ Fan Page og ungir knattspyrnuáhugamenn fóru að elta hann á Instagram lagði hann saman tvo og tvo og áttaði sig á að þarna hlytu að vera tengsl á milli.

„Svo þegar ég var spurður hvort ég væri hinn eini sanni Kári Árnason þá fór ég að kveikja á einhverjum perum. Þetta kom mér skemmtilega á óvart.“

Kári lítur ekki svo á að um áreiti hafi verið að ræða. „Ekki beint en siminn minn fékk að finna fyrir því fyrstu dagana. Mér fannst þetta aðallega fyndið, svo hafa einstaka skilaboð verið að poppa upp. Sérstaklega núna tók þetta smá kipp aftur í undankeppnini og þegar við vorum komin á HM. Þá fékk ég skilaboð frá Rússum og nú síðast fékk ég skilaboð frá Brasilíu frá manni sem bað mig að senda mynd af því að sonur hans væri mikill aðdáandi. Þá fór ég að hugsa af hverju Kári ætti aðdáendur í Brasilíu. Þetta hefur allt verið mjög spaugilegt.“

Í innslaginu, sem má sjá hér, er einnig rætt við tónlistarmanninn Birki Bjarnason og hagfræðinginn Gylfa Þór Sigurðsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu