fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Kári segir að Króatar geti orðið heimsmeistarar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óhugnanlega sterkt lið. Það eru engar venjulegar stjörnur í þessu liði. Þeir geta unnið hverja sem er á góðum degi. Þeirra möguleikar? Þeir eru alveg contenders í að vinna mótið,“ sagði varnarmaðurinn sterki, Kári Árnason, á blaðamannafundi í morgun.

Matteo Ciambelli/NurPhoto via Getty Images)

Þar var Kári spurður út í króatíska liðið sem Ísland mætir í Rostov á þriðjudag. Ísland og Króatía hafa mæst oft á undanförnum árum og segir Kári að um sé að ræða frábært lið. Þjálfari Króata hefur gefið til kynna að hann muni hvíla leikmenn gegn Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslit og geta leyft sér það. Kári segir að leikmannahópur Króata sé það sterkur að það skipti engu máli.

„Það að þeir hvíli leikmenn hefur engin áhrif. Þeir eiga frábæra leikmenn á bekknum og eru gott lið. Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á leik þeirra, nema kannski varðandi gæði einstakra leikmanna. Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá,“ sagði hann.

Kári benti á að leikmenn íslenska liðsins væru fullir sjálfstrausts fyrir leikinn gegn Króata og hefðu fulla trú á að þeir gætu unnið þá.

„Við höfum gert það áður og vitum að við getum það. Þeir eru með gríðarlega breiðan hóp þannig að það skiptir litlu hver byrjar. Við höfum unnið þá áður og ætlum okkur að vinna þá aftur,“ sagði Kári en Ísland vann Króata á Laugardalsvelli í undankeppni HM síðasta haust, 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur