fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Birkir: Þekkjum Króatana inn og út – förum í leikinn fullir sjálfstrausts

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög svekkjandi í gær en við verðum bara að ná okkur eins og við getum og byrja að fókusera á næsta leik,“ sagði landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í morgun.

Birkir segir að stutt sé í næsta leik og standið á leikmönnum sé fínt þrátt fyrir vonbrigðin í gær.

„Fyrri hálfleikur var mjög fínn og solid. Við hefðum átt að ná að skora eitt mark og þegar það gerist ekki þá komum við inn í hálfleik nokkuð sáttir við fyrri hálfleikinn. Við ætluðum okkur að koma aftur út og vinna þennan leik en það gerðist ekki.“

Birkir viðurkenndi að það hafi verið erfitt að spila í þeim hita sem var í Volgograd í dag ,sérstaklega þegar leið undir lok leiks. „Maður var svolítið búinn þegar leið að leikslokum, hvort það hafi verið út af hitanum eða mörkunum veit ég ekki, en jú, það var erfitt.“

Birkir sagðist vera í fínu standi eftir leikinn í gær, sjálfur kveðst honum líða betur í líkamanum eftir Nígeríuleikinn en eftir Argentínuleikinn. Hann segist ekki hafa trú á því að það muni hafa áhrif að Króatar ætli að hvíla lykilmenn gegn Íslandi.

„Nei, ég held ekki. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og vona að það sé nóg.“

Ísland og Króatía hafa mæst oft á undanförnum árum og segir Birkir að íslenska liðið þekki það króatíska út og inn. „Ég held að líkurnar séu fínar, við förum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við