fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Össur verulega ósáttur og hellir sér yfir HM í Rússlandi: Hjólar í stjörnur keppninnar og kallar einn þann besta „ofdekraðaðan athyglisfíkil“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. júní 2018 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, er ekki paránægður með heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Rússlandi. Hann sparar ekki stóru orðin í færslu sem hann skrifaði um keppnina á Facebook-síðu sína í morgun.

„HM-keppnin í Rússlandi er ein sú lélegasta í manna minnum. Það hafa engar nýjar stjörnur komið fram. Ekkert lið heldur sem er að geysast fram á sviðið. Mexíkóar og Króatar eru að gera það þokkalegt. Og svo náttúrlega menn Pútíns, sem eru þeir einu sem hafa komið verulega á óvart. Þar er litríkur kall, og kjaftfor, Dzuyba, sem er að skora umfram allar væntingar og á í útistöðum við þjálfarann,“ segir Össur en þar með er allt það jákvæða sem hann nefnir við keppnina nánast upptalið.

„Einn meintra stjórstjarna stendur Ronaldo undir væntingum. Á meðan er Messi líklega mestu vonbrigðin – og vissu þó allir að hann breytist í heilalausan heypoka á öllum HM-keppnum og getur ekki rassgat. Argentínumenn eru vonbrigði mótsins og hafa stórgallað lið sem beinlínis líður fyrir Messi,“ segir Össur sem næst snýr sér að Brasilíumanninum Neymar.

„Ekki eru heldur jákvæð tíðindi af Neymar, sem hefur breytst úr stórefnilegum kappa í ofdekraðan athyglisfíkil, sem hægir á leik Brasilíumanna og er til hreinna leiðinda með stöðugu kvabbi við dómara og leikrænum tilþrifum sem miða að því að sníkja og stela vítaspyrnum.“

Össur endar pistilinn að vísu á jákvæðu nótunum þegar hann talar um okkar menn. „Sjálfur er ég mjög ánægður með okkar menn. Það er kraftaverk að þeir skuli hafa komist svona langt. Engin þörf á að vera spæld fyrir þeirra hönd – og enn fjarlægur sjens þeir komist áfram. Séu þeir heilir jafnan!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld