fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Heimir í vígahug fyrir Króatíuleikinn: „Þó við fáum tíu gul spjöld og tvö rauð þá skiptir það engu – við munum fórna öllu í þennan leik“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. júní 2018 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson segir að íslenska liðið sé komið með bakið upp við vegg og það muni fórna öllu til að ná fram góðum úrslitum gegn Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar á þriðjudaginn.

Heimir ræddi við blaðamenn fyrir æfingu íslenska liðsins í Kabardinka í morgun. Þjálfari Króata hefur látið hafa eftir sér að hann muni ef til vill hvíla leikmenn fyrir leikinn gegn Íslandi þar sem þeir eru þegar öryggir með sæti í 16-liða úrslitum.

Þegar Heimir var spurður hvort erfiðara yrði að undirbúa íslenska liðið gegn því króatíska, vitandi það að lykilmenn muni hugsanlega vanta sagði Heimir að það skipti í raun engu máli hver spilar hjá Króatíu. Leikmannahópur Króata sé breiður og ógnarsterkur.

„Það er fundur í kvöld um Króatíu hjá okkur og uppleggið hjá okkur er að við stillum upp þeirra sterkasta liði. Við vitum það hvernig þeir spila og stillum upp svo öllum hinum sem voru ekki í byrjunarliðinu gegn Argentínu bara til að sýna að það lið er ofboðslega sterkt. Þá eyðum við bara þeirri umræðu. Það skiptir ekki nokkru máli hvort þeir hvíli einn, tvo eða sjö leikmenn,“ sagði Heimir og bætti við:

„Þeirra leikmenn eru að spila í bestu liðum í heimi og það breytist ekki mikið í þessu króatíska liði þó að frægustu nöfnin verði ekki þarna. Fyrir okkur breytir það ekki nokkru máli. Þetta er leikur fyrir okkur sem er þannig að við erum upp við vegg, við höfum engu að tapa, þó við fengjum tíu gul spjöld og tvö rauð þá skiptir það engu máli fyrir okkur og við munum berjast fyrir öllu. Svo sjáum við til í lok leiks hvort að það skili okkur einhverju. Við vitum að við erum ekki í bestu stöðunni í riðlinum en við höfum engu að tapa og munum fórna öllu í þennan leik.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“