fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Gylfi: Sama rútína og ég hef alltaf gert

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland í dag er liðið tapaði 2-0 gegn Nígeríu á HM.

Gylfi var að vonum svekktur í leikslok eins og aðrir leikmenn liðsins en staða Íslands er ekki of góð þessa stundina.

,,Við erum gríðarlega svekktir. Sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn, við vorum fínir þar og vorum ólíkur okkur í seinni,“ sagði Gylfi.

,,Við vorum óþolinmóðir og vorum að reyna að vinna leikinn frekar en að vera rólegir og vera þéttir til baka. Hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni, ég man það ekki.“

,,Við vissum að þeir hefðu engu að tapa og myndu selja sig dýrt í seinni en svo strax í byrjun þá fóru þeir í skyndisókn og skoruðu næstum því.“

,,Í fyrri hálfleik vorum við mjög fínir og sköpuðum fín færi úr föstum leikatriðum en ég veit ekki hvað gerðist í seinni. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuma og út á köntunum.“

Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í leiknum en hann segist ekki hafa breytt neinu áður en hann steig á punktinn í dag.

,,Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram.“

,,Þetta var sama rútína og ég hef alltaf gert en því miður fór boltinn yfir.“

,,Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur og líklegt að við færum áfram en við klúðruðum því og nú bíðum við eftir öðrum úrslitum og vinnum okkar leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Isak vill fara frá Newcastle

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“
433Sport
Í gær

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?
433Sport
Í gær

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool
433Sport
Í gær

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“
433Sport
Í gær

Ten Hag bannar Xhaka að fara

Ten Hag bannar Xhaka að fara
433Sport
Í gær

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu