fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Sjáðu hvað Guðjón Þórðarson segir um leikinn gegn Nígeríu í dag

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 22. júní 2018 09:03

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríumenn eru næsti andstæðingar Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn fer fram í borginni Volgograd. Verkefnið er erfitt, íslenska liðið þarf ekki aðeins að takast á við efnilega leikmenn Nígeríu, hitinn er gríðarlegur og moskítóflugur taldar líklegar til að leggja til atlögu við strákana okkar. Þá neyðist Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari til að gera breytingu á liðinu sem hélt aftur af stórstjörnum Argentínu en kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla. Jóhann er sá íslenski leikmaður sem stóð sig best á erlendri grundu í vetur og erfitt verður að fylla skarð hans.

Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við fjarveru Jóhanns og sitt sýnist hverjum. DV setti sig í samband við nokkra fyrrverandi landsliðsþjálfara sem höfðu misjafnar skoðanir á því hvernig Heimir ætti að bregðast við.

Guðjón Þórðarson stýrði íslenska landsliðinu með góðum árangri frá 1997 til loka árs 1999. Guðjón segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað og telur öruggast að setja Rúrik inn í stað Jóhanns. „Við verðum að átta okkur að því að Nígería þarf að vinna leikinn og þá getur verið gott að vera þéttir og gera litlar breytingar. Við getum þá frekar breytt og bætt við sóknarmanni ef leikurinn þróast þannig,“ segir Guðjón.

Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Íslandsmeistara Vals stýrði liði Íslands áður en Lars Lagerbäck tók við því árið 2011. Hann tekur í sama streng og Guðjón og vill sjá Rúrik koma inn í liðið fyrir Jóhann Berg. „Ég held að Gylfi muni ósjálfrátt fara aðeins ofar á völlinn en ég held að liðið muni spila þétt eins og gegn Argentínu. Þetta lið er að standa sig frábærlega og ég hef fulla trúa á því að þeir fari upp úr þessum riðli. Við vinnum þennan leik með einu marki,“ sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park