fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Sjáðu hvað Guðjón Þórðarson segir um leikinn gegn Nígeríu í dag

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 22. júní 2018 09:03

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríumenn eru næsti andstæðingar Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn fer fram í borginni Volgograd. Verkefnið er erfitt, íslenska liðið þarf ekki aðeins að takast á við efnilega leikmenn Nígeríu, hitinn er gríðarlegur og moskítóflugur taldar líklegar til að leggja til atlögu við strákana okkar. Þá neyðist Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari til að gera breytingu á liðinu sem hélt aftur af stórstjörnum Argentínu en kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla. Jóhann er sá íslenski leikmaður sem stóð sig best á erlendri grundu í vetur og erfitt verður að fylla skarð hans.

Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við fjarveru Jóhanns og sitt sýnist hverjum. DV setti sig í samband við nokkra fyrrverandi landsliðsþjálfara sem höfðu misjafnar skoðanir á því hvernig Heimir ætti að bregðast við.

Guðjón Þórðarson stýrði íslenska landsliðinu með góðum árangri frá 1997 til loka árs 1999. Guðjón segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað og telur öruggast að setja Rúrik inn í stað Jóhanns. „Við verðum að átta okkur að því að Nígería þarf að vinna leikinn og þá getur verið gott að vera þéttir og gera litlar breytingar. Við getum þá frekar breytt og bætt við sóknarmanni ef leikurinn þróast þannig,“ segir Guðjón.

Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Íslandsmeistara Vals stýrði liði Íslands áður en Lars Lagerbäck tók við því árið 2011. Hann tekur í sama streng og Guðjón og vill sjá Rúrik koma inn í liðið fyrir Jóhann Berg. „Ég held að Gylfi muni ósjálfrátt fara aðeins ofar á völlinn en ég held að liðið muni spila þétt eins og gegn Argentínu. Þetta lið er að standa sig frábærlega og ég hef fulla trúa á því að þeir fari upp úr þessum riðli. Við vinnum þennan leik með einu marki,“ sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Isak vill fara frá Newcastle

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu

Hólmbert Aron að semja við lið í Suður Kóreu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“
433Sport
Í gær

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?

Hefur hafnað tveimur liðum en hafnar hann Manchester United?
433Sport
Í gær

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool

Ekitike orðinn leikmaður Liverpool
433Sport
Í gær

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“
433Sport
Í gær

Ten Hag bannar Xhaka að fara

Ten Hag bannar Xhaka að fara
433Sport
Í gær

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu