fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur Steingrímsson hættir á þingi

Nú langar mig að fara að gera aðra hluti, beita mér á annan hátt

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að bjóða sig fram í þingkosningunum í haust. Hann greinir frá þessari ákvörðun sinni á Facebook í morgun. Hann segist ganga sáttur frá borði og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir. Hér að neðan má sjá innlegg Guðmundar í heild sinni.

Gott fólk!

Eftir góða íhugun og samtöl við mína nánustu í sumarblíðunni hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram í kosningunum í haust. Þetta er búinn að vera viðburðarríkur sprettur og ómetanleg reynsla að hafa gegn þingmennsku á þessum krefjandi árum frá hruni. Ég er ánægður með það sem ég hef komið í verk. Vonandi ná sem flestar víðsýnar, bjartar og frjálslyndar manneskjur kjöri á þing. Hugsjónin lifir. Nú langar mig að fara að gera aðra hluti, beita mér á annan hátt. Takast á við nýjar áskoranir. Það er hollt fyrir heilann að breyta til, segja þeir.

Björt framtíð

Guðmundur Steingrímsson er fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar og alþingismaður Suðvesturkjördæmis.
Guðmundur var áður kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi árið 2009.

Hann sagði sig úr flokknum vegna djúpstæðs ágreinings um stefnu og hugmyndir árið 2011. Guðmundur stofnaði Bjarta framtíð ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur og fleirum úr Besta flokknum í upphafi árs 2012.

Þá var Guðmundur varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2007-2009. Guðmundur hefur sömuleiðis starfað sem blaðamaður og var stjórnandi Kvöldþáttarins sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Sirkus.
Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“