fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Þeir sem fara til Rússlands mega alls ekki týna þessu korti

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem maður fær við komuna til Rússlands,“ segir í Facebook-færslu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða kort (sjá mynd neðst) sem allir fá við komuna til landsins, hvort sem ferðast er á Fan-ID eða vegabréfsáritun. Mjög mikilvægt er að passa upp á kortið og geyma það með vegabréfinu, að sögn ríkislögreglustjóra.

„Það þarf að framvísa þessu korti í vegabréfaakoðun þegar landið er yfirgefið. Ef ekki er hægt að framvísa því við brottför getur það leitt til sektar. Þá krefjast hótelin þess einnig að þessu sé framvísað við innritun.“

Ef kortið týnist þarf að fara á næstu lögreglustöð og óska eftir nýju. „Það er ferlegt vesen að standa í því og þessvegna brýnum við fyrir öllum að passa vel uppá þetta.“

Í Facebook-færslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun kemur fram að fimm lögreglumenn séu í Rússlandi vegna HM til að tryggja öryggi íslenskra áhorfenda sem ætla að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu. Bendir lögreglan á að margar gagnlegar upplýsingar megi finna á Facebook-síðu embættis ríkislögreglustjóra, til dæmis um mikilvægi þess að ferðalangar séu með öll skjöl og alla pappíra í lagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Í gær

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið