fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Benedikt segir það sem fáir fótboltafíklar þora að viðurkenna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júní 2018 08:15

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, stígur fram í bakþönkum Fréttablaðsins í dag og segir það sem fáir fótboltaáhugamenn þora að viðurkenna. Tilefnið er heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Rússlandi.

Í pistlinum segir Benedikt að hann elski HM og fylgist raunar með öllu sem viðkemur mótinu, hvort sem það eru fréttir innlendra eða erlendra fjölmiðla, hlaðvörp eða sjónvarpsþættir.

„Allir íslenskir fjölmiðlar hafa staðið sig vel við að flytja fréttir af öllu og engu af landsliðsmönnunum. Stundum hafa þeir meira að segja farið fram úr sér. „JóiPé og Króli hljóma fyrir utan völlinn,“ var til dæmis frétt sem ekki undir nokkrum kringumstæðum hefði verið skrifuð. En á stórmóti er allt frétt. Og ég las þessa frétt og hafði gaman af.“

Benedikt segir að ákveðin Eurovision-stemning hafi einkennt fréttaflutninginn frá Kabardinka þar sem fjölmiðlamenn eru. Fólk sé mishrifið af því en sjálfur segist Benedikt elska það, enda bæði Eurovision-nörd og fótboltanörd,“ segir Benedikt se

„Þegar erlendir miðlar eru að eyða plássi í dagblöðum, mínútum í sjónvarpi og útvarpi til að tala um Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson og Birki Má Sævarsson og alla þessa drengi þá tárast ég. Virtustu sparkspekingar heims eru enn að tala um vítið sem Hannes varði og ég heyrði Gumma Ben lýsa því í bestu podköstum heims,“ segir Benedikt sem bætir við að þegar leikjunum er lokið taki við HM stofan og Sumarmessan. Hann segist einfaldlega ekki fá nóg.

Benedikt, sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, endar svo pistilinn á þessum orðum:

„Það kemst ekkert annað að. Afmæli eldri dótturinnar á laugardag er nánast orðið aukaatriði. Ég nefnilega elska HM – nánast meira en mína eigin fjölskyldu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist