fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Argentínumenn ætla að gera miklar breytingar á liðinu eftir vonbrigðin gegn Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að Jorge Sampaoli muni gera miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Króatíu á fimmtudag. Liðsuppstilling Sampaoli var gagnrýnd nokkuð eftir jafnteflið gegn Íslandi á laugardag en Argentínumönnum dugar í raun lítið annað en sigur gegn sterku liði Króata.

Á æfingu liðsins í gær stillti Sampaoli upp þremur miðvörðum; þeim Gabriel Mercado, Nicolas Otamendi og Nicolas Tagliafico. Mercado lék í hjarta varnarinnar í stað Marcos Rojo sem átti slakan leik gegn Íslandi í fjögurra manna vörn.

Þá var þeim Lucas Biglia og Angel Di Maria, sem báðir áttu slæman dag á laugardag, skipt út. Biglia fyrir Marcus Acuna sem stillt var upp á vinstri vænginn og Di Maria fyrir Cristian Pavon sem átti ágæta innkomu þegar hann kom inn á sem varamaður á laugardag.

Útlit er fyrir að Javier Mascherano verði áfram í stöðu djúps miðjumanns en Eduardo Salvio, sem lék í stöðu hægri bakvarðar, verður vængbakvörður og færist örlítið framar á völlinn.

Það að Sampaoli stilli ekki upp sama liðinu tvo leiki í röð er ekkert nýtt og virðist hann enn vera að finna réttu blöndina. Í síðustu tólf leikjum argentínska liðsins hafa sömu ellefu leikmennirnir aldrei byrjað tvo leiki í röð.

Lionel Messi, Willy Caballero, Maximiliano Meza og Sergio Aguero verða að líkindum allir í byrjunarliðinu gegn Króatíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins